top of page

UM HABILIS

germ-2871773_1920.jpg

Við hjá Habilis höfum brallað ýmislegt í gegnum tíðina... 



FASTEIGNAVEFUR, NETVERSLUN OG ÞJÓNUSTUVEFUR

Fasteignaleit Íslendinga fluttist í aðgangsvænt netumhverfi heima í stofu fyrir rúmum 24 árum, þegar  Habilis tengdi saman allar söluskrár fasteignasala í fasteignavef. Tveimur árum síðar setti Habilis upp fyrstu bókhaldstengdu netverslunina á Íslandi. Fyrsti þjónustuvefurinn, sem smíðaður var fyrir Samskip, leit svo dagsins ljós um aldamótin síðustu.

STERKUR BANDAMAÐUR​

Habilis hefur hannað og framleitt ótal kerfi fyrir netið en samnefnari þessara kerfa er sjálfvirk söfnun upplýsinga úr gagnagrunnum, framsettum á þann hátt er nýtist notendum þeirra best. Yfirgripsmikil reynsla og áratugalöng þekking á nethugbúnaðarþróun ásamt framúrstefnulegri framtíðarsýn gerir því Habilis ehf. að sterkum bandamanni fyrirtækja sem hafa vefþjónustu viðskiptavina í fyrirrúmi.

 

NÝJASTA NÝTT​

INSTANT upplýsingamiðja er nýjasta kerfið okkar, það miðlar upplýsingum úr upplýsingakerfum fyrirtækja með aðgangsstýringum til notenda sem auðveldar viðskipti og samskipti viðskiptavina og starfsmanna. INSTANT má setja upp með lágmarkskostnaði á örskotsstundu sem veitir fyrirtækjum skjótan aðgang að tilbúnum þjónustuvef og netverslun en INSTANT býður upp á fjölmarga notendastýrða möguleika.

Fréttir og fleira
Samstarfsaðili
Viðskiptavinir

Habilis og Wise gera með sér samstarfssamning

 

Það er heldur betur fagnaðarefni að ganga til samstarfs við Wise. Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Wise mun fyrirtækið bjóða viðskiptavinum sínum aðgang að vefviðskiptamiðjunni Instant ásamt B2B verslun! 

INSTANT OG COVID-19

 

Vefviðskiptamiðjan Instant gerir fyrirtækjum kleift að stunda ,,veirulausviðskipti". Viðskiptavinurinn getur afgreitt sig sjálfur, hvar og hvenær sem er á hvaða snjalltæki sem er, án áhyggna af sóttvörnum.

HUGBÚNAÐARLEIGA

Þjónustuvefur þarf ekki að kosta þig hönd og fót og sálina til viðbótar. Að við tölum nú ekki um tímann sem forritunin tekur. Hjá Habilis getur þú fengið leigðan einfaldan þjónustuvef, ja eða stærri með fleiri valmöguleikum, þitt er valið! Uppsetning tekur ekki langan tíma og er frekar einföld. 

thumbnail_habilis_undirskrift (002).jpg
Guðmundur S. Johnsen
Jóhannes Helgi Guðjónsson

Samstarfssamningur Habilis og Wise 

Aukin áhersla á sjálfsafgreiðslu viðskiptavina með Instant þjónustuvefnum og B2B vefverslun

Wise og Habilis hafa undirritað samstarfssamning og hafa í sameiningu þróað samþættingu Instant þjónustuvefs og B2B vefverslunar við Microsoft Dynamics 365 Business Central.

Viðskiptavinir geta skoðað reikningsviðskipti sín, fengið afrit af reikningum og skoðað hreyfingayfirlit. Með Instant B2B viðbótareiningunni verður vöruframboð einnig sýnilegt og þægilegt að ganga frá viðskiptum rafrænt. Innleiðingin á vefnum er einföld, tekur stuttan tíma og öll gögn eru skráð í Business Central.

Góð reynsla komin á samstarfið
Samningur þessi er í takt við stefnu Wise þar sem aukin áhersla er á heildarlausnir fyrir fyrirtæki, sjálfvirknivæðingu og pappírslausar lausnir. Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna og þjónustar fjölda fyrirtækja innanlands sem utan.

Jóhannes Helgi Guðjónsson forstjóri Wise:

„Við höfum nú þegar reynslu af nokkrum innleiðingum í samstarfi okkar við Habilis og hafa þær gengið mjög vel. Ég fagna samstarfinu og er lausnin góð viðbót við vöruframboð Wise.“

Yfirgripsmikil reynsla og áratugalöng þekking
Habilis hefur hannað og framleitt ótal kerfi og er samnefnari þeirra sjálfvirk söfnun upplýsinga úr gagnagrunnum, framsettum á þann hátt er nýtist notendum þeirra best. Yfirgripsmikil reynsla og áratugalöng þekking á nethugbúnaðarþróun ásamt framúrstefnulegri framtíðarsýn gerir því Habilis ehf. að sterkum bandamanni fyrirtækja sem hafa vefþjónustu viðskiptavina í fyrirrúmi.

 

Guðmundur S. Johnsen, framkvæmdastjóri Habilis:

„Það er sannarlega fagnaðarefni að samstarf Wise og Habilis geti auðveldað viðskipti umtalsvert á tímum Covid og sóttvarnaraðgerða, með því að gera fjölda fyrirtækja kleift, að bjóða viðskiptavinum sínum upp á snertilausa sjálfsafgreiðslu með upplýsingamiðjunni Instant tengdri við Business Central.“

husa-logo-01.jpg

Húsasmiðjan

 

"Hefur kerfinu (Instant) verið mjög vel tekið af viðskiptavinum frá fyrsta degi og mun Habilis taka þátt í áframhaldandi þróun á þjónustuvefnum og nýjum lausnum fyrir viðskiptavini Húsasmiðjunnar."   

Magnús G. Jónsson CEO

ÓJ&K logo

ÓJ&K

 

„Það er trú okkar að Instant muni veita okkur samkeppnisforskot og um leið ánægðari viðskiptavini. Instant-kerfið er sannarlega næsta skref í þjónustu við okkar viðskiptavini."

Hafsteinn Ingibjörnsson

aðstoðar framkvæmdastjóri.

Landsvirkjun logo
Öryggismiðstöðin logo.jpg
Tengi.jpg
1588950886_lifland_logo_neg_red.jpg
steypustöðin logo
bottom of page