INSTANT
Vefviðskiptamiðja
Innan fyrirtækja hefur krafan um öruggan,
einfaldan og sérsniðin aðgang starfsmanna og viðskiptavina að aðgerðarmöguleikum er varða bæði viðskipti og upplýsingar, aldrei verið meiri. Vefviðskiptamiðjan INSTANT er svarið við þeirri kröfu!
HUGBÚNAÐAR
LEIGULAUSN
fyrir ÞIG?
Vefviðskiptamiðjan INSTANT tengist upplýsingakerfum fyrirtækja og veitir viðskiptavinum, starfsmönnum og stjórnendum þeirra, sérsniðið aðgengi, yfirsýn og aðgerðarmöguleika.
Viðskiptavinir þínir geta stýrt aðgengi starfsmanna sinna að vefviðskiptamiðju þíns fyrirtækis.
Hönnun
Við hönnun hugbúnaðarlausna er það þolinmæðin sem þrautir vinnur allar. Hins vegar má hugbúnaðarlausn ekki reyna á þolinmæði notandans, þess vegna er Instant einfalt í uppsetningu og notandinn getur strax hafist handa við að sinna sínum viðskiptum.
INNBLÁSTUR
Starfsmenn fyrirtækja sem og viðskiptavinir þeirra veita okkur ómetanlegan innblástur við hugbúnaðarhönnun okkar. Við erum þeim óendanlega þakklát. Vegna hugmynda þeirra gerum við INSTANT enn betra.
Verkefni
Yfirgripsmikil reynsla og áratugalöng þekking á nethugbúnaðarþróun ásamt framúrstefnulegri framtíðarsýn gerir Habilis ehf. að sterkum bandamanni fyrirtækja sem hafa vefþjónustu viðskiptavina í fyrirrúmi.