Virknipunktagreining
Instant þjónustugátt
Sérsmíði í veflausnum

Um Habilis

Habilis á rúmlega fimmtán ára sögu í hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Í upphafi var fyrirtækið umsvifamikið í hönnun og samsetningu vefja, en færði sig fljótlega yfir á fasteignamarkaðinn þegar það setti upp og rak fyrsta gagnagrunninn á því sviði hérlendis. Sá hluti starfseminnar var svo seldur út úr fyrirtækinu árið 2012 þegar áhersla var lögð á markvissa þróun lausna tengdum þjónustuvefjum, en Habilis hefur hannað og sett upp stóra þjónustuvefi fyrir Samskip og Eimskip.

Í dag er þriðja kynslóð þjónustuvefja í þróun hjá fyrirtækinu undir heitinu Instant og er mikils vænst af henni. Með þessari lausn geta fyrirtæki fengið uppsettan þjónustuvef með lágmarks tilkostnaði og tíma með tækni sem er þrautreynd og prófuð.

Hjá Habilis starfa sjö manns og hefur fyrirtæki aðsetur að Ármúla 7b í Reykjavík. Síminn er 533-1350 og netfangið info@habilis.is.

Kennitala Habilis er 631000-3470 og virðisaukaskattsnúmer er 70731.